Trésmiðjan Rein er vel tækum búin. Eins og er höfum við til umráða 2 vörubíla með krönum ásamt fylgihlutum, krabba, sogskálalyftu og mannkörfu. Skotbómulyftara, 6 spjótlyftur og 5 skæralyftur. Trésmiðjan Rein er með Scania kranabíl með Palfinger 78002 krana í júní 2015 og er hann eini kranabíllinn á Húsavíkursvæðinu sem er löglegur til mannhýfinga. En til þess að fá þetta löglegt þarf að framleiða bíl og krana samtímis og votta tækin saman hjá framleiðanda og tækið verður að vera búið neyðarslökun fyrir mannkörfu.
Nýlega kom Liebherr 90T bílkrani sem viðbót í tækjaflotann okkar.
Trésmiðjan Rein er stolt af því að geta boðið þessa þjónustu með fullbúnum, löglegum tækjum.
Þessi tæki getur þú fengið í þína þjónustu með skömmum fyrirvara. Vörubílar eru sendir með stjórnanda en lyftur getur einstaklingur leigt til lengri eða skemmri tíma. Próf á lyftur getur verið nauðsynlegt.
Trésmiðjan á einnig mikið magn af föstum vinnupöllum sem hægt er að leigja til skemmri eða lengri tíma. Hafðu samband og við sjáum hvað við getum gert fyrir þig.
Byggingarkrani er til taks ásamt kranamótum til uppsláttar. Minni steypueiningar getum við forsteypt og komið fyrir tilbúnu á verkstað. Svo sem veggeiningar, stéttar og undirstöður.
Við erum þaulvanir í reisningu á stálgrindarhúsum og höfum reist þónokkur slík víða um norðausturland.
Við beygjum okkar blikk sjálfir og erum því klárir í alla þakvinnu og klæðningarvinnu, bæði innan og utanhúss.