11.08.2015
Trésmiðjan Rein hefur tekið að sér að forsteypa rúmlega 300 stk af undirstöðum sem koma á fyrir undir gufulögn á Þeistareykjum. LNS Saga er aðalverktaki fyrir Landsvirkjun og sér um byggingu Gufuaflsvirkjunar á Þeistareykjum. LNS Saga og Trésmiðjan Rein hafa hafið samstarf með þennann þátt verksins, ásamt því að Trésmiðjan Rein sá um uppsetningu vinnubúða og skrifstofu fyrir LNS Saga á Þeistareykjum. Samstarf hefur tekist með ágætum hingað til og hlökkum við til frekara samstarfs með fleiri verk í framtíðinni.