Nýr Scania vörubíll með Palfinger 78002 krana hefur bæst í kranabílaflotann hjá Trésmiðjunni Rein. Bíllinn er splunkunýr og er búinn þessum feikiöfluga krana. Kraninn er að ná ca 34 metra út frá sér með t.d. krabba eða mannkörfu. Þessi kranabíll er sá eini á svæðinu sem er löglegur til mannhýfinga, en til þess að ná því þarf að framleiða bíl og krana samtímis og fá vottun á tækin saman hjá framleiðanda, ásamt því að neyðarslökun á bómu verður að vera til staðar. Trésmiðjan Rein er stolt af því að geta boðið þetta tæki í þjónustu á svæðinu. Endilega hafðu samband ef þú þarft á bílnum að halda. Einnig hafa bæst við 2 nýjar spjótlyftur í flotann og erum við því með 10 slíkar í gangi.