09.09.2016
Síðasta sökkusteypan verður sett í mótin í dag og er því stórum áfanga náð í byggingu nýs verkstæðis hjá Trésmiðjunni Rein. Þessi nýja aðstaða kemur til með að hjálpa til við að auka framleiðslugetuna hjá Trésmiðjunni, bæði í forsteypu og við smíði timbureininga.
Húsið sem rís á þessum grunni er fengið hjá Landstólpa ehf.
Hér gefur að líta Jónas Hallgrímsson, starfsmann Trésmiðjunnar Rein og mikinn stuðningsmann Liverpool FC í boltanum, gera klárt undir steypu.